Handbolti

Serbar mæta með öfluga sveit leikmanna til Íslands

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Marko Vujin er lykilmaður í serbneska landsliðinu.
Marko Vujin er lykilmaður í serbneska landsliðinu. vísir/afp
Dejan Peric, landsliðsþjálfari Serbíu, hefur tilkynnt landsliðshópinn fyrir leikina tvo gegn Íslandi í undankeppni EM 2016.

Fyrri leikurinn verður í Laugardalshöllinni næsta miðvikudag en sá seinni í Nis í Serbíu sunnudaginn 3. maí. Serbar eru með fullt hús stiga eftir tvo leiki í riðlinum en Íslendingar eru með tvö, eftir einn sigur og eitt tap.

Serbar tefla fram sínu sterkasta liði fyrir utan markvörðinn Darko Stanic sem gefur ekki kost á sér í landsliðið.

Aðeins tveir leikmenn í hópnum spila í heimalandinu en helstu stjörnur Serba eru skytturnar Marko Vujin frá Kiel og Momir Ilic, fyrrverandi leikmaður Kiel og núverandi leikmaður Veszprem í Ungverjalandi.

Serbneski landsliðshópurinn er þannig skipaður:

Markverðir:

Miroslav Kocić (Vojvodina Novi Sad)

Dejan Milosavljev (Jugovic Kac)

Dragan Marjanac (BSV Bern Muri)

Aðrir leikmenn:

Filip Marjanović (Vojvodina Novi Sad)

Nemanja Ilić (Fenix Toulouse)

Momir Ilić (KC Veszprem)

Ilija Abutović (Vardar Skopje)

Petar Đorđić (HSV Hamburg)

Davor Čutura (El Quiyada Doha)

Dalibor Čutura (HCM Constanta)

Nenad Vučković (MT Melsungen)

Nemanja Mladenović (OC Cesson)

Nemanja Zelenović (Wisla Plock)

Marko Vujin (THW Kiel)

Darko Đukić (Metalurg Skopje)

Aleksandar Radovanović (Cherbourg)

Rastko Stojković (Brest Meschkow)

Mijajlo Marsenić (Partizan Belgrad)


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×