Innlent

Séra Skírnir krefst skýringa

Samúel Karl Ólason skrifar
Séra Skírnir Garðarsson var einn af tíu umsækjendum, fimm konum og fimm körlum.
Séra Skírnir Garðarsson var einn af tíu umsækjendum, fimm konum og fimm körlum. Vísir/GVA
Séra Skírnir Garðarsson, hefur ákveðið að nýta sér þann rétt sinn að kalla eftir rökstuðningi vegna ráðningar prests í Garðaprestakall á Akranesi. Hann var einn af tíu umsækjendum, fimm konum og fimm körlum.

Biskup Íslands sér um að skipa í embættið með tilliti til umsagnar valnefndar með skipar í embættið að fenginni umsögn valnefndar, en hana skipa níu manns úr prestakallinu auk prófasts Vesturlandsprófastsdæmis.

Á vef Skessuhorns kom fram fyrr í mánuðinum að Séra Þráinn Haraldsson hafi verið skipaður prestur í Garðaprestakalli. Þar segir að valnefnd hafi komist að einróma niðurstöðu um skipun hans og staðfesti biskup þá niðurstöðu.

Auk þess að biðja um rökstuðning óskar Skírnir einnig eftir því að fundargerðarbók valnefndarinnar verði opnuð umsækjendum. Þó innan þeirra marka sem persónuverndarlög leyfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×