Innlent

Séra Davíð Þór í stað Hönnu Birnu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Björk segir viðtalið við Davíð Þór ekki síðra.
Björk segir viðtalið við Davíð Þór ekki síðra. vísir/valli/anton brink
Séra Davíð Þór Jónsson verður á forsíðu tímaritsins MAN sem út kemur á morgun. Upphaflega átti Hanna Birna Kristjánsdóttir að vera á forsíðu tímaritsins en fresta þurfti prentun blaðsins vegna viðtals við hana í Íslandi í dag, sama dag og blaðið átti að fara í prentun.

Engin viðtöl fram að útgáfu blaðsins

Björk Eiðsdóttir, ritstjóri MAN, segist hafa samið við Hönnu Birnu um að fara ekki í önnur persónuleg viðtöl fyrr en blaðið kæmi út. Allt hafi þó komið fram í viðtalinu í Íslandi í dag sem fram hafi komið í viðtalinu sem Björk tók og var prentun blaðsins því frestað um eina viku.

„Við ætluðum að prenta á mánudegi en beið með það eftir að ég hafði heyrt af því að hún yrði í Íslandi í dag. Þegar ég var búin að sjá viðtalið þá var ekkert eftir í mínu viðtali sem ekki var búið að birtast. Þess vegna ákvað ég að fresta prentun á MAN örlítið til að undirbúa nýtt viðtal,“ segir Björk í samtali við Vísi.



Svekkt upphaflega - Sátt í dag 

Hún segist þá hafa haft samband við Hönnu Birnu og látið hana vita að ekkert yrði úr viðtalinu. Hún sé þó ekki ósátt við hana persónulega, allt hafi farið á besta veg.„Það er auðvitað smá svekkelsi að þurfa að henda heilu viðtali á prentdegi en ég fann annað viðtal sem er ekkert síðra. Þetta var smá havarí en á endanum er ég ekkert svekkt,“ segir Björk.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×