Lífið

Senuþjófur á Bryan Adams tónleikunum - myndband

Ellý Ármanns skrifar
"Anna Mína" kallaði Bryan Önnu Hermínu.
"Anna Mína" kallaði Bryan Önnu Hermínu.
Anna Hermína frá Siglufirði stal svo sannarlega senunni á fyrri tónleikum Bryan Adams sem fram fóru í þéttsetnum Eldborgarsal Hörpu í gærkvöldi.  Eins og sjá má í myndbandinu dansaði Anna á svölunum sérstaklega fyrir söngvarann og tónleikagesti eftir að hann bað hana um að dansa fyrir sig.

Þetta er bara yndislegt allt saman," segir Anna þegar við spyrjum hana um þetta frábæra innslag hennar á tónleikunum í gærkvöldi. 



Hér er Anna með systrum sínum Helgu og Guðrúnu á tónleikunum í Hörpu í gær.
Systurnar hvöttu Önnu 

„Bryan var að fara spila lagið „If Ya Wanna Be Bad Ya Gotta Be Good" og hann óskaði eftir dömu sem gæti dansað úti í sal, sko virkilega dansað.  Ég stóð upp en settist svo niður aftur en systur mínar sem voru með mér á tónleikunum hvöttu mig til að standa aftur upp," segir Anna.

„Bryan spurði aftur hvort það væri einhver í salnum sem gæti virkilega dansað og þar sem engar dömur stóðu upp langaði mig að dansa fyrir Bryan. Ég tók af skarið og hugsaði bara: „Let´s do it come on live a little - that´s my motto," segir Anna.

Shake it Anna baby

„Við það lýsti ljósakastarinn á mig og Anna byrjuð að dansa. Svo var ég eittthvað að snúa mér í hring þar sem hann kallaði til mín: „Shake it Anna baby" og þá horfðu allir í stúkunni á mig og ég benti þeim á að Bryan væri líka þarna þar sem ég greinilega fékk mína fimm mínútna frægð." 

„Lagið sem hann söng er venjulega 3 til 4 mínútna langt. Eftir 6 mínútna langan dans þá var ég farin að spá hvort hann væri að spila remix af laginu," segir hún og skellihlær. 

„Þetta var bara gaman og allir sáttir - eða það vona ég," segir þessi skemmtilegi senuþjófur frá Siglufirði sem gerði tónleikana í gærkvöldi ógleymanlega.


Tengdar fréttir

Húsfyllir á Bryan Adams

Meðfylgjandi myndir voru teknar á fyrri tónleikum Bryan Adams í gærkvöldi sem fór á kostum í troðfullum Eldborgarsal Hörpu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×