Innlent

Sendur af Kvíabryggju á Litla Hraun vegna Facebook-notkunar

Jakob Bjarnar skrifar
Páll Winkel segir ekkert annað hafa verið í stöðunni en færa fangann í lokað fangelsi.
Páll Winkel segir ekkert annað hafa verið í stöðunni en færa fangann í lokað fangelsi. visir/gva
Fangi, sem er um tvítugt, var fyrir viku sendur af Kvíabryggju, þar sem hann var að afplána þriggja ára dóm, á Litla Hraun. Ástæðan var sú að fangelsismálayfirvöldum höfðu verið send afrit af Facebook-samskiptum sem hann hafði átt í og mega teljast vafasöm.

Páll Winkel fangelsismálastjóri staðfestir þetta í samtali við Vísi. „Það eru ákveðnar reglur sem meðal annars snúa að netnotkun sem vistmenn skrifa undir, reglur sem þeim eru kynntar við komu og þeir samþykkja. Ef þeir brjóta þær reglur mega þeir búast við því að vera sendir í lokað fangelsi.“

Samkvæmt heimildum Vísis mun fanginn hafa tekið þessu illa, en hann hafði verið í afplánun á Kvíabryggju frá í nóvember árið 2014; Litla Hraun er lokað fangelsi en Kvíabryggja ekki og þá mun viðkomandi fangi eiga óvildarmenn sem eru á Litla Hrauni. Fanginn sem um ræðir mun eiga eftir að afplána um eitt ár af dómi sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×