Erlent

Sendiherra Sáda aftur til Stokkhólms

Atli Ísleifsson skrifar
Margot Wallström, utanríkisráðherra Svíþjóðar.
Margot Wallström, utanríkisráðherra Svíþjóðar. Vísir/AFP
Stjórnvöld í Sádi-Arabíu hafa ákveðið að senda sendiherra sinn aftur til Stokkhólms. Sádi-arabíski ríkisfjölmiðillinn al-Arabiyya greindi frá þessu í kvöld.

Sendiherrann var kallaður heim í kjölfar ummæla Margot Wallström, utanríkisráðherra Svíþjóðar, um stöðu mannréttindamála í Sádi-Arabíu og ákvörðunar sænskra stjórnvalda að framlengja ekki vopnaviðskiptasamning ríkjanna.

Á vef sænska ríkissjónvarpsins segir að talsmenn sænska utanríkisráðuneytisins sannreyni nú upplýsingarnar.

Al-Arabiyya segir að ákvörðun sádí-arabískra stjórnvalda hafi verið tekin í kjölfar þess að afsökunarbeiðni barst frá sænskum stjórnvöldum.

Sádar kölluðu heim sendiherra sinn, Ibrahim bin Saad bin Al-Brahim, þann 10. mars síðastliðinn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×