Innlent

Sendiherra Ísraels kallaður heim frá Stokkhólmi

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Fáni Palestínu blaktir fyrir utan skrifstofu sendifulltrúa landsins í Svíþjóð.
Fáni Palestínu blaktir fyrir utan skrifstofu sendifulltrúa landsins í Svíþjóð. Vísir / AFP
Ísraelsk stjórnvöld hafa kallað sendiherra sinn í Svíþjóð heim tímabundið í mótmælaskyni vegna ákvörðunar sænskra stjórnvalda um að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki. Sænska blaðið Dagens Nyheter greinir frá þessu.

Avigdor Lieberman, utanríkisráðherra Ísraels, íhugar nú hvort sendiherrann verði sendur aftur til Svíþjóðar eða ekki. Það myndi þýða umtalsverðar breytingar á samskiptum ríkjanna tveggja.

Svíþjóð er fyrsta vestræna Evrópusambandsríkið til að viðurkenna sjálfstæði Palestínu. Ísland viðurkenndi Palestínu sem sjálfstætt ríki árið 2011 og var fyrsta vestræna ríkið til að gera það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×