Innlent

Sendiherra Bandaríkjanna klökkur: Fólki hefur blætt fyrir kosningaréttinn svo hann er mér afar kær

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Það er mikil stemning fyrir bandarísku forsetakosningunum, bæði vestanhafs, hér á Íslandi og um heim allan. Það stendur til dæmis mikið til á Hótel Nordica í kvöld þar sem bandaríska sendiráðið býður til veislu.

Þórhildur Þorkelsdóttir, fréttamaður 365, hitti Robert C. Barber, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, fyrr í dag. Undirbúningur kosningavöku bandaríska sendiráðsins var í fullum gangi þegar fréttastofu bar að garði.

Barber telur að erfitt sé að spá fyrir um hvernig kosningarnar fara.

„Þetta verður dálítil rússíbanareið í kvöld, grunar mig, á sama hátt og kosningabaráttan hefur verið það.

Svo þetta er mjög mikilvægur dagur fyrir þig?

„Svo sannarlega. Alltaf þegar ég hef getað kosið, allavega í forsetakosningum, hefur það verið stórmál. Það á ekki síst við núna,“ sagði Barber.



Bandaríkjamenn velja í dag á milli Hillary Clinton og Donald Trumpvísir/afp
Fólki blætt til að vernda kosningaréttinn

Ljóst er að sendiherrann tekur kosningaréttinn mjög alvarlega og varð klökkur þegar hann ræddi við Þórhildi.

„Staðreyndin er sú að við lifum í miklu lýðræðisríki í Bandaríkjunum eins og þið hér á Íslandi. Þessi stjórnarskrárvarði réttur til að kjósa er réttur sem margir hafa lagt mikið á sig, og sumum hefur blætt, við að vernda. Svo hann er mér afar kær,“ sagði Barber og augljóst að hann er afar snortinn á þessum stóra degi.

„Við höldum veislu. Við verðum á Nordica-hótelinu, Hilton Nordica. Og við hlökkum sannarlega til. Þetta verður gaman. Þessi viðburður er opinn almenningi svo við bjóðum öllum sem sjá þessa frétt eða hera um þetta að koma. Við tökum ykkur opnum örmum eftir klukkan 23:30 í kvöld.“

Ítarlega var fjallað um kosningarnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 og má sjá fréttina í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Viðtalið við sendiherrann hefst þegar tíu mínútur eru liðnar af myndbandin


Tengdar fréttir

Heimsbyggðin bíður úrslitanna í ofvæni

Hillary Clinton hefur enn nokkurt forskot á Donald Trump samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum, en það er ekki mikið. Óvissa ríkir um hve mikil áhrif síðasta útspil FBI hefur á úrslitin. Hvernig sem fer þá markar dagurinn tímamót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×