Erlent

Senda á 9 ára barn úr landi úr landi

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Flóttamenn við komuna til Svíþjóðar.
Flóttamenn við komuna til Svíþjóðar. Vísir/EPA
Sænska útlendingastofnunin hefur ákveðið að senda eigi níu ára stúlku eina til Marokkó. Aðrir í fjölskyldunni hafa fengið dvalarleyfi í Svíþjóð. Stofnunin krefst samþykkis líffræðilegs föður stúlkunnar fyrir dvöl hennar í Svíþjóð en enginn veit hvar hann er, að því er segir í frétt Aftonbladet. Stúlkan, sem heitir Marwa, segist aldrei hafa hitt föður sinn. 

Samkvæmt frétt Aftonbladet hefur málið verið sent til Evrópudómstólsins. Nú hyggst nýr lögfræðingur fjölskyldunnar skjóta málinu til undirréttar og fara fram á að móðirin fái ein forræði yfir dótturinni. Þá þurfi ekki samþykki föðurins fyrir dvöl barnsins í Svíþjóð.

Lögfræðingurinn hefur beðið um að barninu verði ekki vísað úr landi fyrr en úrskurður dómstóls liggur fyrir.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×