Tónlist

Semur tónlistina sína þegar hann gerir númer tvö

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Tónlistin vellur bókstaflega úr Júníusi Meyvant.
Tónlistin vellur bókstaflega úr Júníusi Meyvant. VÍSIR/DANÍEL
Páll Óskar hefur ekki áhyggjur af kettinum sínum Gutta. Jón Jónsson getur haldið nótu út í hið óendanlega og Júníus Meyvant hefur ekki litið í spegil árum saman.

Þetta og fleira kemur fram í stórskemmtilegu myndbandi sem tjaslað hefur verið saman fyrir Þjóðhátíð í Vestamanneyjum sem verður á sínum stað um verslunarmanna helgina. 

Þá lýsir Stefán Hilmarsson, forsprakki Sálarinnar, fæðingu þjóðhátíðarlagsins í ár, Haltu fast í höndina á mér, sem gekk heldur brösulega að sögn söngvarans góðkunna.

Hér að neðan má sjá myndbandið. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×