Viðskipti innlent

Semja um flutninga vegna Iceland Airwaves

Samúel Karl Ólason skrifar
Í kringum 200 listamenn munu koma fram á hátíðinni sem verður haldin víðsvegar um borgina og nú líka í fyrsta skipti á Akureyri.
Í kringum 200 listamenn munu koma fram á hátíðinni sem verður haldin víðsvegar um borgina og nú líka í fyrsta skipti á Akureyri. Vísir/Andri
Iceland Airwaves og TVG-Zimsen hafa undirritað samstarfssamning þess efnis að TVG-Zimsen mun sjá um alla flutningsmiðlun fyrir Iceland Airwaves 2017 sem fram fer í Reykjavík og Akureyri dagana 1.-5. nóvember nk. Í kringum 200 listamenn munu koma fram á hátíðinni sem verður haldin víðsvegar um borgina og nú líka í fyrsta skipti á Akureyri.

„Við erum afar stolt og ánægð að ganga til samstarfs við Iceland Airwaves og standa við bakið á þessari glæsilegu tónlistarhátíð. Iceland Airwaves nær yfir landamæri og til ólíkra menningarsvæða. Tónlistarhátíðin er einn besti kynningarvettvangur sem íslensk tónlist á og vekur athygli á landi og þjóð,“ segir Björn Einarsson, framkvæmdastjóri TVG-Zimsen.

TVG-Zimsen mun annast alla flutninga, tollamál og fleira sem fellur til fyrir hátíðina. Fyrirtækið hefur áralanga reynslu af flutningsmiðlun um allan heim fyrir viðburðarflutninga. Það er margt sem þarf að huga að á svona stórum viðburði sem Iceland Airwaves er og þar er afhending allra tækja og annarra hluta á réttum tíma algjört grundvallaratriði.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×