Innlent

Semja fyrir 1,2 milljarða króna

Svavar Hávarðsson skrifar
Afhending frá Þeistareykjum er áætluð haustið 2017.
Afhending frá Þeistareykjum er áætluð haustið 2017. Mynd/Landsvirkjun
Landsnet gekk í síðustu viku frá samningi að verðmæti 1,2 milljarða króna vegna tengingar iðnaðarsvæðisins á Bakka við Húsavík við Þeistareykjavirkjun og raforkuflutningskerfið. Kostnaðaráætlun Landsnets var tæplega 1,5 milljarðar króna. Tilboð fyrirtækjanna LNS Saga og Leonhard Nilsen & sønner voru þau einu sem bárust í byggingu tengivirkjanna tveggja.

„Það er mikilvægt að þetta gangi allt vel þar sem gert er ráð fyrir að afhending raforku á Bakka geti hafist eigi síðar en 1. nóvember 2017,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, í tilkynningu.

Gert er ráð fyrir að jarðvinna vegna framkvæmdanna hefjist í júní á þessu ári en báðum verkhlutum skal vera að fullu lokið 15. september 2017.

Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 4. maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×