Lífið

Selur stígvél og snýr aftur til starfa

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Vigdís og stígvélin
Vigdís og stígvélin vísir/pjetur
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður og formaður fjárlaganefndar, er óðum að koma til eftir að hafa brotnað á upphandlegg. Hún varð fyrir því óláni fyrir mánuði síðan að renna í hálku á Grænlandi með fyrrgreindum afleiðingum. „Ég er öll að koma til og sný aftur til þingstarfa eftir helgi,“ segir Vigdís. „Ég slapp vel og það var hugsað afar vel um mig

Fyrir skemmstu var Vigdís að taka til í skáp heima hjá sér þegar allt í einu komu í ljós glæsileg stígvel. „Þetta eru stígvél sem ég keypti fyrir einhverju síðan og eru örlítið of stór á mig. Það er mjög leiðinlegt því þau eru stórglæsileg og í uppáhaldslitnum mínum.“

Þingmaðurinn auglýsir stígvélin inn á Facebook hópnum Merkjavara föt, skór og merkjahlutir. „Vinkona mín mælti með þessu við mig og þetta virðist virka. Þú ert allavega búinn að heyra í mér og það eru aðeins fimm mínútur síðan ég setti þetta inn,“ segir Vigdís.

Hafirðu áhuga á stígvélunum, sem eru í stærð 40 og koma úr Gyðju, þá seljast þau hæstbjóðanda.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×