Erlent

Selur meydóm sinn á netinu: Hefur fengið tilboð upp á 61 milljón

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Raine er ljóshærð og tuttugu og sjö ára gömul.
Raine er ljóshærð og tuttugu og sjö ára gömul.
Læknaneminn Elizabeth Raine fer nýstárlegar leiðir til þess að fjármagna dýrt nám. Fyrir fjórum vikum síðan stofnaði hún heimasíðu með þeim tilgangi að bjóða upp meydóm sinn. Síðan hefur heldur betur slegið í gegn. Hæsta boðið í meydóm Raine hljóðar upp á rúma 61 milljón króna.

Tilboðin hafa borist víða að. Menn frá Serbíu, Bandaríkjunum, Bretlandi, Japan og Ástralíu hafa boðið háar fjárhæðir til þess að vera þeir fyrstu sem Raine sefur hjá. Bara að taka þátt í uppboðinu kostar um 12 þúsund krónur og þurfa þeir sem bjóða að fá staðfest frá lækni að þeir séu ekki með neina kynsjúkdóma.

Raine birtir fjöldamargar myndir af sjálfri sér á vefsíðu sinni.
Forðast bandarísk lög

Raine, sem er 27 ára gömul, heldur uppboðið í samstarfi við átralskan umboðsmann og hýsir vefsíðuna þar í landi. Með því forðast hún bandarísk lög.

Í fyrstu huldi Raine andlit sitt af hræðslu við að vera rekin úr skólanum sem hún nemur við. En í vikunni ákvað hún að stíga fram, eftir að einhverjir höfðu efast um að henni væri alvara með uppboðið. 

Raine segist hafa BA-gráðu í bæði verkfræði og líffræði. Á vefsíðu hennar kemur fram að hún sé 178 sentímetrar á hæð og vegi 59 kíló.

Missti móður sína tíu ára

Hin bandaríska Raine fluttist með foreldrum sínum til Sádí Arabíu, þegar hún var ung að aldri. Faðir hennar starfaði í olíugeiranum þar í landi. Hún segist halda uppboðið til þess að græða peninga fyrst og fremst, en nefnir einnig að henni þyki þetta vera ævintýri. Hún segist einnig ánægð að geta haft áhrif á gildismat fólks og finnst eftirsóknarvert að storka við venjum og hefðum.

Hún hefur verið spurð af hverju hún sé enn hrein mey, tuttugu og sjö ára gömul. „Ég hef alltaf haft mikið að gera. Ég hef aldrei fundið þann rétta og strákar hafa aldrei verið í forgangi í mínu lífi. 

Raine segist ekki útiloka að eittvað meira en bara kynlíf komi út úr uppboðinu. „Ég útiloka ekki að ég finni ástina. En samt finnst mér það afar ólíklegt.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×