Lífið

Selur frá sér gamalt dót í Fiskhöllinni

Kjartan Hjaltason Rekur antík- og skransöluna Markaðinn okkar. Fréttablaðið/Ernir
Kjartan Hjaltason Rekur antík- og skransöluna Markaðinn okkar. Fréttablaðið/Ernir
„Þetta er bara dót sem ég hef átt, ég hef átt svo mikið af dóti í gegnum árin að ég hef verið að losa,“ segir Kjartan Hjaltason, sem rekur nú antík- og skransöluna Markaðinn okkar á gömlu Fiskhöllinni á Tryggvagötu 10. Þar er hægt að finna ýmislegt en markaðurinn var opnaður fyrir um hálfum mánuði. Húsið brann í janúar 2009 og skemmdist mikið en ein helsta fiskbúð borgarinnar, Fiskhöllin, var þar til húsa á árum áður. „Það er mjög mikil saga í þessu húsi, það er nú svo. Ég málaði hérna inni og gerði upp neðri partinn,“ segir Kjartan. „Það var meira en að segja það.“ Markaðurinn verður opinn þangað til í sumar en þá stendur til að rífa húsið. „Það á að rífa allan reitinn í sumar,“ segir hann.- þij





Fleiri fréttir

Sjá meira


×