Innlent

Seltjarnarnesið endurskipulagt

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Á myndinni má sjá Halldóru Hreggviðsdóttur, framkvæmdastjóra Alta, handsala samning við bæjarstjóra Seltjarnarnes, Ásgerði Halldórsdóttur.
Á myndinni má sjá Halldóru Hreggviðsdóttur, framkvæmdastjóra Alta, handsala samning við bæjarstjóra Seltjarnarnes, Ásgerði Halldórsdóttur. Mynd/Seltjarnarnes
Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur samþykkt að fara í endurskoðun á aðalskipulagi bæjarins og hvetur íbúa til að taka þátt. Í september er gert ráð fyrir íbúafundi um efnið.

Áratugur er síðan gildandi aðalskipulag var mótað og telur því bærinn tímabært að ráðast í endurskoðunina.

Gengið hefur verið frá samningi við Alta ehf. um ráðgjöf við endurskoðun skipulagsins en henni mun ljúka á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×