Innlent

Seljaskóli vann Skrekk

Atli Ísleifsson skrifar
Úrslitakvöld Skrekks fór fram í Borgarleikhúsinu í kvöld.
Úrslitakvöld Skrekks fór fram í Borgarleikhúsinu í kvöld. Vísir/Stefán
Seljaskóli bar sigur úr býtum á úrslitakvöldi Skrekks sem fram fór í Borgarleikhúsinu í kvöld. Hlíðarskóli hafnaði í öðru sæti en Langholtsskóli í því þriðja.

Siguratriðið bar nafnið Allt til fjandans farið og fjallaði um vísindamenn sem voru að vinna að gerð róbóta. Einn þeirra braut hins vegar verklagsreglur og á endanum tóku vélmennin yfir.

Alls áttu átta skóla fulltrúa á úrslitakvöldinu: Austurbæjarskóli, Hlíðaskóli, Kelduskóli, Langholtsskóli, Laugalækjarskóli, Réttarholtsskóli, Seljaskóli og Sæmundarskóli.



Skrekkur er árleg hæfileikakeppni fyrir grunnskólanemendur í Reykjavík, en allir grunnskólar með unglingadeild geta sent eitt atriði í keppnina.

Fyrirkomulag keppninnar í ár var þannig að átta skólar kepptu á þremur undanúrslitakvöldum í Borgarleikhúsi, en úrslit fóru svo fram í kvöld. Steiney Skúladóttir og Auðunn Lúthersson voru kynnar á kvöldinu.

Sigurvegarar síðustu ára:

2013 Langholtsskóli

2012 Austurbæjarskóli

2011 Háteigsskóli

2010 Seljaskóli

2009 Laugalækjaskóli

2008 Austurbæjarskóli

2007 Hlíðaskóli

2006 Langholtsskóli

2005 Austurbæjarskóli

2004 Laugalækjaskóli

2003 Laugalækjaskóli

2002 Hagaskóli

2001 Hagaskóli

2000 Hlíðaskóli

V'isir/Stefán
Vísir/Stefán
Vísir/Stefán
Vísir/Stefán
Vísir/Stefán
Vísir/Stefán
Vísir/Stefán

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×