Innlent

Selja dótið sitt til styrktar indverskum dreng

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Dótadagur í Laugarneskirkju hefur verið haldinn í tíu ár.

Börnin mæta þá í kirkjuna með gamalt dót sem þau eru tilbúin að selja, setja upp sölubás, verðleggja dótið og svo hefjast viðskiptin.

Laugarneskirkja og söfnuðurinn hafa styrkt indverskan dreng í sextán ár.vísir/skjáskot
Allur ágóði rennur til hins indverska Garemela sem söfnuðurinn hefur styrkt frá fæðingu í gegnum Hjálparstarf kirkjunnar. 

Fréttamaður tók nokkur börn á tali. Saga og Karen voru ánægðar með að styrkja einhvern með að selja dótið sitt. Daníel hugðist gera góð kaup og Elín Margrét seldi hárkollu fyrir tvö hundruð krónur, sem henni fannst vel í lagt, enda þykir henni afar vænt um hana. 

Viðtöl við börnin má sjá í spilaranum að ofan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×