Handbolti

Selfyssingar ætla sér stóra hluti

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Grétar (í miðjunni) ásamt Grími Hergeirssyni, aðstoðarþjálfara Selfoss, og aðalþjálfaranum Stefáni Árnasyni.
Grétar (í miðjunni) ásamt Grími Hergeirssyni, aðstoðarþjálfara Selfoss, og aðalþjálfaranum Stefáni Árnasyni. mynd/selfoss
Selfoss ætlar sér stóra hluti í Olís-deild karla í handbolta á næsta tímabili.

Selfyssingar unnu sér sæti í Olís-deildinni eftir 3-2 sigur á Fjölni í umspili um sæti í efstu deild og hafa síðan þá verið aðsópsmiklir á leikmannamarkaðinum.

Í gær samdi Selfoss við markvörðinn Grétar Ara Guðjónsson og línumanninn Guðna Ingvarsson.

Grétar Ari kemur á eins árs lánssamningi frá Íslandsmeisturum Hauka. Hann er aðalmarkvörður U-20 ára landsliðsins og var í U-18 ára landsliðinu sem vann til bronsverðlauna á HM í Rússlandi í fyrra.

Guðni kemur frá Gróttu en hann lék með Selfossi á árum áður. Hann hefur einnig leikið með ÍBV og varð Íslandsmeistari með liðinu 2014 og bikarmeistari árið eftir.

Selfyssingar hafa einnig samið við skytturnar Einar Sverrisson og Árna Stein Steinþórsson og því ljóst að þeir mæta sterkir til leiks á næsta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×