Handbolti

Selfosskonur sóttu tvö stig í Kaplakrika

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir.
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir. Vísir/Daníel
Selfoss vann tveggja marka sigur á FH í Kaplakrika í kvöld í eina leik dagsins í Olís-deild kvenna í handbolta.

Þetta var fyrsti sigur Selfosskvenna á árinu 2015 en liðið hafði tapað fyrstu tveimur leikjum ársins á móti Val og Fram. FH-konur bíða aftur á móti enn eftir fyrsta sigurleiknum á nýju ári.

FH-liðið byrjaði vel og var 10-9 yfir í hálfleik. Selfoss vann seinni hálfleikinn 16-13 og þar með leikinn með tveimur mörkum.

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, markahæsti leikmaður Olís-deildar kvenna, skoraði átta mörk fyrir Selfoss og þær Thelma Sif Kristjánsdóttir og Carmen Palamariu voru með fjögur mörk hvor.



FH - Selfoss 23-25 (10-9)

Mörk FH: Aníta Mjöll Ægisdóttir 7, Rebekka Guðmundsdóttir 4, Heiðdís Rún Guðmundsdóttir 3, Rakel Sigurðardóttir 3, Sara Kristjánsdóttir 3, Ingibjörg Pálmadóttir 2, Helga Sigríður Magnúsdóttir 1.

Mörk Selfoss: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 8, Thelma Sif Kristjánsdóttir 4, Carmen Palamariu 4, Perla Ruth Albertsdóttir 3, Elena Elísabet Birgisdóttir 2, Kristrún Steinþórsdóttir 2, Hildur Öder Einarsdóttir 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×