Íslenski boltinn

Selfoss getur orðið fyrsta 1. deildar liðið sem kemst í úrslit síðan 2007

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Selfyssingar fagna marki á móti Fram í átta liða úrslitum.
Selfyssingar fagna marki á móti Fram í átta liða úrslitum. vísir/hanna
Fyrri undanúrslitaleikur karla í Borgunarbikarnum fer fram á JÁVERK-vellinum á Selfossi í kvöld þar sem heimamenn taka á móti ríkjandi bikarmeisturum Vals. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.

Selfoss, sem er í sjötta sæti Inkasso-deildarinnar, getur í kvöld orðið fyrsta liðið úr næst efstu deild sem kemst í úrslitaleik bikarkeppni KSÍ í níu ár eða síðan Fjölnir afrekaði það árið 2007.

Sjá einnig:Dómurum fjölgað upp í tólf í undanúrslitaleikjum karla

Fjölnismenn mættu Fylki í frábærum undanúrslitaleik á Laugardalsvelli árið 2007 og unnu í framlengingu, 2-1. Atli Viðar Björnsson skoraði sigurmarkið á 113. mínútu en FH-ingar bönnuðu honum svo að spila úrslitaleikinn þar sem hann var á láni frá þeim.

FH stóð uppi sem bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 2-1 sigur á Atla-lausum Fjölnismönnum en þeir máttu heldur ekki nota Heimi Snæ Guðmundsson sem var einnig á láni frá FH.

Ólafur Jóhannesson þjálfaði FH á þessum tíma en hann er einmitt þjálfari Vals sem mætir á Selfoss í kvöld og reynir að komast í úrslitaleikinn annað árið í röð. Evrópudraumar Valsmanna eru langt frá því óraunhæfir í Pepsi-deildinni en stysta leiðin til Evrópu er í gegnum bikarinn.

Selfoss er búið að vinna Njarðvík, KR, Víði og Fram á leið sinni í undanúrslitin en Valsmenn eru búnir að taka þrjú lið úr Pepsi-deildinni; Fjölni, Víking og Fylki.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×