Fótbolti

Selfoss batt enda á sigurgöngu Þórs/KA

Einar Sigurvinsson skrifar
Sandra Mayor náði ekki að skora fyrir Þór/KA í kvöld.
Sandra Mayor náði ekki að skora fyrir Þór/KA í kvöld. vísir/eyþór
Selfoss og Þór/KA gerðu markalaust jafntefli þegar liðin mættust í sjöttu umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld, en fjórir leikir fóru fram í kvöld.

Fyrir leikinn hafði Þór/KA unnið alla fimm leiki sína í deildinni en Selfoss aðeins unnið einn leik. Þór/KA fer niður í 2. sæti deildarinnar með jafnteflinu með 16 stig, tveimur stigum á eftir Breiðablik. Selfoss er í 6. sæti með fimm stig.

Í Kópavoginum vann Breiðablik 3-1 sigur á FH.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir kom Blikum yfir á 65. mínútur og skömmu síðar jafnaði FH, 1-1, eftir sjálfsmark frá Kristínu Dís Árnadóttur.

Blikar komust yfir á 74. mínútu þegar Hugrún Elvarsdóttir varð fyrir því óláni að skora annað sjálfmark leiksins. Agla María Albertsdóttir gulltryggði síðan stigin þrjú fyrir Kópavogsliðið á 85. mínútu.

Breiðablik fer með sigrinum í efsta sæti deildarinnar með fullt hús stiga en FH í 9. sætið.

Valur vann stórsigur á KR, 4-0. Elín Metta Jensen og Guðrún Karítas Sigurðardóttir skoruðu tvö mörk hvor fyrir Val.

Með sigrinum fer Valur upp að hlið Þórs/KA í 3. sæti deildarinnar með 15 stig. KR situr hins vegar í 10. og neðsta sæti deildarinnar.

Upplýsingar eru fengnar af Fótbolta.net.

Úrslit kvöldsins í Pepsi-deild kvenna:

Selfoss - Þór/KA  0-0

Valur - KR  4-0

Breiðablik - FH  3-1

Grindavík - HK/Víkingur  1-1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×