Erlent

Seldu fjögur þúsund ára egypska styttu fyrir milljarða

ingvar haraldsson skrifar
Styttan var seld fyrir þrjá milljarða króna.
Styttan var seld fyrir þrjá milljarða króna. ordicphotos/afp
Sveitarstjórn Northampton á Englandi seldi fjögur þúsund ára gamla egypska styttu fyrir þrjá milljarða íslenskra króna í gær. BBC greinir frá.



Sveitarfélagið hyggst nota féð til að bæta fjárhag sveitarfélagsins og efla listasafn bæjarins. Styttan hafði verið í kjallara listasafnsins síðustu fjögur ár.

Sendiherra Egyptalands í London hefur gagnrýnt ákvörðunina og segir að þeir í Northampton ættu að skila Egyptum styttunni fyrst þeir vilji ekki eiga hana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×