Tónlist

Seldist upp á Eurovision á tuttugu mínútum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Conchita Wurst sigraði í ár með lagið Rise Like a Phoenix.
Conchita Wurst sigraði í ár með lagið Rise Like a Phoenix.
Miðasala á Eurovision-keppnina hófst í dag en 25 prósent allra miða sem verða í boði á keppnina fóru í sölu í dag.

Miðarnir seldust upp á tuttugu mínútum og tryggðu rúmlega sex hundruð manns sér miða á keppnina. Miðar voru seldir á undanúrslitakvöldin tvö sem og sjálft úrslitakvöldið. 

Hin austurríska Conchita Wurst bar sigur úr býtum í Eurovision í ár og því verður keppnin haldin í Austurríki. Fyrsta undanúrslitakvöldið er 19. maí, annað undanúrslitakvöldið 21. maí og sjálft úrslitakvöldið fer fram í Wiener Stadthalle þann 23. maí.

Næstu miðar á keppnina fara í sölu í janúar og geta þeir sem vilja tryggja sér miða fylgst með á Facebook-síðu keppninnar.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×