Innlent

Sektanir lögreglu jaðra við einelti

„Mér finnst þetta jaðra við einelti orðið, þeir eru hérna allar stundir þegar eitthvað er um að vera hjá okkur:" segir Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri knattspyrnufélagsins Víkings, um sektanir lögreglu á bílum sem lagt hafa á grasblettum fyrir utan heimilið.

Haraldur telur að frá upphafi leikja í úrvalsdeild karla í knattspyrnu í vor hafi lögreglan mætt á hvern einasta leik.

Áhorfendum á leikjum í Víkingsheimilinu hefur að sögn Haralds fækkað frá því lögreglan fór að venja komu sína á leikina og það hafi óhjákvæmilega áhrif á fjárhagsstöðu félagsins. „Bílastæðasjóður fær meiri innkomu af leikjunum en íþróttafélögin."

Reykjavíkurborg mun skapa sextíu ný bílastæði við Víkingsheimilið í haust en Haraldur segir að það muni ekki koma til með að leysa þau vandamál sem verða við íþróttaheimilið þegar eitthvað er um að vera.


Tengdar fréttir

Fimm þúsund króna sekt fyrir að horfa á fótboltaleik í Fossvoginum

Fjöldi manns þurfti að greiða 5000 króna aukagjald fyrir að sækja fótboltaleik Víkings og Fram sem fram fór í Víkingsheimilinu í gærkvöld, þar sem lögreglan sektaði alla þá sem tóku til þess ráðs að leggja bílum sínum upp á grasfleti í nágrenni heimilisins. Framarinn Pálmi Bergmann segir þetta dónaskap og þröngsýni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×