Sport

Sektaður fyrir leti og áhugaleysi á vellinum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kyrgios er umdeildur og mörgum finnst hann vera að sóa hæfileikum sínum.
Kyrgios er umdeildur og mörgum finnst hann vera að sóa hæfileikum sínum. vísir/getty
Alþjóða tennissambandið sektaði einn besta tenniskappa heims í dag fyrir hreina leti á tennisvellinum þar sem hann tapaði viljandi.

Ástralinn Nick Kyrgios, sem er í fjórtánda sæti á heimslistanum, tapaði í tveimur settum, 6-3 og 6-1, gegn fyrir Mischa Zverev sem er í 110. sæti heimslistans.

Þetta var leikur á Shanghai Masters og fékk Kyrgios sekt upp á tæpar 2 milljónir króna fyrir frammistöðu sína.

Kyrgios sendi laflausar uppgjafir í leiknum og var stundum byrjaður að labba að sæti sínu er andstæðingurinn var að gefa upp. Hann fékk einnig sekt fyrir að rífast við áhorfendur.

Kyrgios viðurkenndi að hann hefði tekið auðveldu leiðina úr mótinu en hann sagði daginn áður að honum leiddist. Hann vildi greinilega komast frá Kína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×