Erlent

Segjast hafa unnið sinn stærsta sigur gegn ISIS

Bjarki Ármannsson skrifar
Jasídar flýja ofsóknir ISIS fyrr á árinu.
Jasídar flýja ofsóknir ISIS fyrr á árinu. Vísir/Getty
Liðsmenn Kúrda í Norður-Írak segjast hafa unnið sinn stærsta sigur gegn samtökunum ISIS frá upphafi. Að þeirra sögn hefur umsátri ISIS-manna um Sinjar-fjall verið aflétt en þar hafa þúsundir manna setið fastir frá því í ágúst.

BBC greinir frá. Árásir Kúrda á þá hermenn sem setið hafa um fjallið hófust síðasta miðvikudag. Þá hófu Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra jafnframt umfangsmestu loftárásir sínar frá upphafi sem talsmann bandaríska hersins segja hafa grandað mörgum af háttsettustu leiðtogum ISIS-manna.

Um átta þúsund hermenn tóku þátt í árás Kúrda og segja þeir að mikill fjöldi ISIS-manna hafi flúið, vestur til Sýrlands annars vegar og í austurautt til borgarinnar Mosul hinsvegar. Þar ráða íslömsku samtökin enn ríkjum.

Þegar mest lét sátu um fimmtíu þúsund manns fastir á Sinjar-fjalli, flestir úr röðum Jasída-þjóðflokksins. Þeir voru hraktir þangað af ISIS-mönnum án nauðsynlegra vista með í för. Margir hafa þó náð að sleppa niður af fjallinu síðan þá.

Ef satt reynist að Kúrdar hafi létt umsátrinu er um mikilvægan sigur að ræða. Bærinn Sinjar er þó enn í höndum íslamista sem og önnur stór svæði í norðurhluta landsins.


Tengdar fréttir

Fundu fjöldagröf með 230 líkum

Fjöldagröf með líkum af 230 fórnarlömbum liðsmanna hryðjuverkasamtakanna ISIS hefur fundist í austurhluta Sýrlands.

Eiginkona leiðtoga ISIS tekin höndum

Talsmaður líbanska hersins hefur staðfest að öryggissveitir hafi handtekið eiginkonu og son Abu Bakr al-Baghdadinærri landamærunum að Sýrlandi.

Isis með þjálfunarbúðir í Líbíu

Isis samtökin hafa komið sér upp þjálfunarbúðum í austurhluta Líbíu. Þetta fullyrða bandarísk stjórnvöld og er talið að nokkur hundruð vígamenn séu nú samankomnir í búðunum sem nýlega var komið á laggirnar.

„Brýnt að bregðast við grimmdarverkum ISIS“

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sótti í dag utanríkisráðherrafund sextíu ríkja í Brussel sem taka þátt alþjóðlegum aðgerðum gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS í Írak og Sýrlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×