MÁNUDAGUR 27. MARS NÝJAST 09:30

Tónlistin hefur veriđ besta lyfiđ

LÍFIĐ

Segjast ekki hafa gefiđ eftir í sjávarútvegs- og landbúnađarmálum

 
Innlent
07:00 11. JANÚAR 2017
Björt Ólafsdóttir
Björt Ólafsdóttir

Þingflokkur Bjartrar framtíðar hefur ekki enn tekið ákvörðun um það hvort þingmenn flokksins, sem verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn, segi af sér þingmennsku. Björt Ólafsdóttir segir að ef hún og Óttarr Proppé taki að sér ráðherraembætti hafi flokkurinn á að skipa tveimur mjög öflugum konum.

Þau Björt og Þorsteinn Víglundsson segja bæði að þeim lítist mjög vel á stjórnarsáttmálann sem var kynntur í gær. Þorsteinn gefur lítið fyrir gagnrýnisraddir þess efnis að Viðreisn og Björt framtíð hafi gefið eftir í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.


Ţorsteinn Víglundsson
Ţorsteinn Víglundsson

„Auðvitað eru þetta þrír flokkar sem eru að koma saman og stefnan í báðum þessum málaflokkum endurspeglar ákveðna málamiðlun. En það er samt sem áður verið að fara yfir málin í heild sinni. Það verður einfaldlega lagst yfir sjávarútvegsmálin. Það er engin fyrirfram gefin niðurstaða skrifuð í stjórnarsáttmála en það er líka alveg opið gagnvart þeim áherslum sem flokkarnir hafa verið með í þessum málum,“ segir hann. „Eins og gefur að skilja þá er verið að endurskoða hvað eigi að gera,“ segir Björt og Þorsteinn segir að hið sama eigi við um landbúnað.

Guðlaugur Þór Þórðarson segir líka að sér líki vel við stjórnarsáttmálann. „Og það er ánægjulegt að sjá að allir flokkar telja sig eiga mikið í honum,“ segir Guðlaugur Þór. Hann segir mikið vera að gerast í alþjóðamálum. „Vonandi munum við sjá meiri fríverslun í heiminum eftir töluverða stöðnun hvað það varðar. En við þurfum sömuleiðis að huga að öryggis- og varnarmálum,“ segir hann. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Segjast ekki hafa gefiđ eftir í sjávarútvegs- og landbúnađarmálum
Fara efst