Innlent

Segja vegið að almannarétti

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Vilhelm
Lög um náttúrupassa eru sögð vega að almannrétti fólks um frjálsa för um um óræktað land. Þetta kemur fram í yfirlýsing frá Landvernd, Ferðafélagi Íslands, Ferðaklúbbnum 4x4, Samtökum útivistarfélaga (SAMÚT) og Útivist.

„Undirrituð samtök taka undir að víða þurfi að efla innviði og þjónustu til að forða ferðamannastöðum og náttúruperlum frá skemmdum og ágangi. Í þeim tilgangi er ásættanlegt að innheimta gjald af ferðamönnum sem renni til uppbyggingar og reksturs á slíkum stöðum, þ.m.t. til fræðslu, landvörslu og öryggismála.“

Þá beri að athuga að bætt aðgengi og uppbygging eigi ekki við á öllum stöðum og gildi það sérstaklega þar sem auknir innviðir myndu skerða víðerni, ásýnd náttúrulegra svæða, eða upplifun ferðamanna af lítt snortinni og ómanngerðri náttúru.

Samtökin telja lög um náttúrupassa vega stórlega að almannarétti um frjálsa för fólks um óræktað land. Þau leggjast gegn áformum sem stangast á við þann mikilvæga rétt fólks að njóta landsins.

Þá telja þau að „fara beri leiðir sem ekki brjóta á almannaréttinum, til dæmis blandaða leið hóflegs komu- eða brottfarargjalds og breytinga á gistináttagjaldi og/eða virðisaukaskatti. Það er skýr krafa samtakanna að ríkisstjórnin falli frá tillögu um náttúrupassa sem ráðherra ferðamála mælir fyrir á Alþingi í dag.“


Tengdar fréttir

Færa ráðherra táknræna gjöf

Landvernd og fleiri ferðafélög vilja minni iðnaðarráðherra á hlutverk sitt, en hún mun mæla fyrir frumvarpi til laga um náttúrupassa í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×