Erlent

Segja tvo ráðgjafa hafa fallið í drónaárás

Samúel Karl Ólason skrifar
Íraski herinn situr nú um borgina Tikrit.
Íraski herinn situr nú um borgina Tikrit. Vísir/EPA
Yfirvöld í Íran segja að tveir hernaðarráðgjafar þeirra hafa fallið í drónaárás Bandaríkjanna í Írak. Hernaðaryfirvöld þar í landi segja að árásin hafi verið gerð á vígamenn ISIS og í sambandi við hermenn á svæðinu.

Byltingarverðirnir í Íran segja að mennirnir sem munu heita Ali Yazdani og Hadi Jafan, hafi fallið í árás þann 23. mars. Skömmu áður höfðu Bandaríkin hafið árásir til stuðnings atlögu íraska hersins að borginni Tikrit.

Sendiráð Bandaríkjanna í Bagdad segir AP fréttaveitunni að loftárásir séu eingöngu gerðar gegn ISIS. Þá séu þær gerðar í samstarfi við íraska herinn og Varnamálaráðuneyti Írak samhæfir aðgerðir hersins og loftárásir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×