Innlent

Segja stjórnvöld skerða lífskjör eldri borgara

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
„Lokun á endurhæfingu aldraðra eftir áföll og sjúkdóma eykur án efa fjölda þeirra sem þurfa fyrr á hjúkrunarvist og eða dagvistun að halda, sem er hvort tveggja af skornum skammti eins og allir vita.“
„Lokun á endurhæfingu aldraðra eftir áföll og sjúkdóma eykur án efa fjölda þeirra sem þurfa fyrr á hjúkrunarvist og eða dagvistun að halda, sem er hvort tveggja af skornum skammti eins og allir vita.“ Vísir/Vilhelm
Stjórn Samtaka aldraðra í Reykjavík mótmælir harðlega lokun endurhæfingardeilda á Hrafnistu, en greint var frá því fyrr í dag að ríkið mun ekki endurnýja samning sinn við Hrafnistu um að sinna endurhæfingu þeirra sem enn búa í heimahúsum.

Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að stjórnvöld séu með þessu að ráðast enn einu sinni á eldri borgara og skerði lífskjör þeirra:

„Lokun á endurhæfingu aldraðra eftir áföll og sjúkdóma eykur án efa fjölda þeirra sem þurfa fyrr á hjúkrunarvist og eða dagvistun að halda, sem er hvort tveggja af skornum skammti eins og allir vita.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×