Viðskipti erlent

Segja Samsung ekki vita hvað sé að Galaxy Note 7

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Virði hlutabréfa Samsung hafa fallið í morgun.
Virði hlutabréfa Samsung hafa fallið í morgun. Vísir/Getty
Samsung hefur ekki komist að því hvað nákvæmlega veldur því að Samsung Galaxy Note 7 sími fyrirtækisins geti ofhitnað og sprungið að mati heimildarmanna New York Times. Kóreski tæknirisinn hefur lent í miklum vandræðum vegna símans allt frá því að fyrsti síminn sprakk í ágúst.

Ítarlega er farið yfir málið á vef New York Times. Þar segir að Samsung hafi látið hundruð starfsmanna komast að því hvað ylli því að síminn gæti sprungið eftir að upp komst um fyrsta tilfellið í águst.

Sjá einnig: Samsung sendi eigendum Galaxy Note 7 skringilega kassa

Þessar tilraunir hafi þó ekki skilað endanlegum niðurstöðum, enginn þeirra sem var settur í málið tókst að fá síma til þess að springa. Verkfræðingar mátu þó stöðuna svo að vandamálið væri líklega tengt ákveðinin gerð battería frá einni verksmiðju.

Í kjölfarið var síminn endurkallaður í stórum stíl en sala hélt áfram eftir að gengið var úr skugga um að batteríin sem Samsung taldi vera gölluð væru komin úr umferð.

Þetta virðist þó ekki hafa skilað tilætluðum árangri en nýlega bárust fregnir af því að einn af þeim símum sem var skipt út fyrir gallað eintak hafi sprungið.

Tæknimenn og verkfræðingar Samsung fóru því aftur að teikniborðinu til að að reyna að komast að því hver ástæðan væri. Samkvæmt heimildarmanni New York Times hefur þeim enn ekki tekist að komast að því hvað nákvæmlega veldur því að síminn eigi það til að springa.



Sjá einnig: 
Samsung hættir sölu Galaxy Note 7

Ákveðið var í gær að hætta alfarið framleiðslu og sölu á símanum vegna gallans. Í frétt New York Times segir að það sé afar óvenjulegt í tækniiðnaðinum að stórfyrirtæki hætti að framleiða glænýja vöru.

Vandræði tengd símanum, sem átti að vera flaggskip Samsung á símamarkaði hafa haft mikil áhrif á fyrirtækið. Greinendur gera ráð fyrir því að skaðinn gæti verið um 17 milljarðar dala. Þá hafi vörumerki Samsung einnig orðið fyrir miklum skaða og mögulegt er að vandinn muni hafa áhrif á framtíðartekjur fyrirtækisins.



Hér að neðan má sjá umfjöllun New York Times um málið.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×