Innlent

Segja ríkið ekki vilja semja við BHM

Atli Ísleifsson skrifar
Ekki er búið að boða til annars fundar í deilunni.
Ekki er búið að boða til annars fundar í deilunni. Vísir/Pjetur
Samninganefnd ríkisins dró fyrra tilboð sitt um launabreytingar til baka á samningafundi með fulltrúum BHM í húsi ríkissáttasemjara fyrr í dag.

Í tilkynningu frá BHM segir að félagið sé nú í þeirri furðulegu stöðu, að eftir átta vikna verkfall liggi ekki tilboð um launahækkanir á borðinu.

„Að svo búnu sleit ríkissáttasemjari fundi. Óvíst er hvenær boðað verður til nýs samningafundar og framhald viðræðna óljóst,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×