Erlent

Segja páfann ekki hafa stutt Kim Davis

Samúel Karl Ólason skrifar
Kim Davis og eiginmaður hennar.
Kim Davis og eiginmaður hennar. Vísir/AFP
Vatíkanið segir að fundur Frans páfa og Kim Davis, hafi ekki verið til merkis um stuðning páfans við málstað hennar. Kim Davis er sýsluritari í Kentucky og hefur vakið mikla athygli undanfarin misseri. Hún hefur neitað að fylgja lögum og veita samkynja pörum giftingarleyfi og heldur hún því fram að trú hennar ætti að veita henni undanþágu frá lögum.

Fransis og Davis hittust í sendiráði Vatíkansins í Washington D.C. þann 24. september síðastliðinn. Síðan sagði hún að það veitti henni styrk að páfinn stæði með henni og að hann hefði sagt henni að standa á sínu. Það olli miklu fjaðrafoki en vatíkanið sendi frá sér tilkynningu og segir að ekki hafi verið um stuðningsyfirlýsingu að ræða.

Davis sat í fangelsi í fimm daga vegna giftingarleyfanna, en þegar henni var sleppt mátti hún ekki koma að veitingu slíkra leyfa. Hins vegar breytti hún leyfunum og því á hún von á frekari málsóknum vegna málsins.


Tengdar fréttir

Segja Kim Davis enn brjóta lög

Ákvörðun sýsluritarans að veita samkynja pörum ekki giftingarleyfi ætlar að draga dilk á eftir sér.

Ætlar ekki að gefa sig

Kim Davis, sem situr nú í fangelsi, eftir að hafa neitað að veita samkynja pörum giftingarleyfi, segir samvisku sína vera hreina.

Segir veitt giftingarleyfi vera ólögleg

Sýrsluritarinn Kim Davis segist ekki ætla að koma í veg fyrir veitingu giftingarleyfa fyrir samkynja pör í umdæmi sínu, enda séu þó ógild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×