Viðskipti innlent

Segja Ólaf Ragnar biðla til Breta um að vera með í lagningu sæstrengs

Mynd/GVA
Breska dagblaðið Guardian fullyrðir að Ólafur Ragnar Grímsson forseti, muni í þessari viku fara þess á leit við bresk stjórnvöld að þau styðji fjárhagslega við lagningu raforkusæstrengs frá Íslandi til Bretlands.

Blaðið segir að strengurinn gæti skaffað Bretum fimm terawattsstundir á ári og að raforkuverðið verði lægra heldur en fæst með vindorku-verum á Bretlandseyjum. Ólafur er sagður ætla að mæta á ráðstefnu sem Landsvirkjun stendur fyrir í samstarfi við Bresk-íslenska verslunarráðið í Lundúnum á föstudag og þykir Bretunum það sýna þá alvöru sem sé að baki verkefninu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×