Innlent

Segja nýjan Landspítala við Elliðavog spara milljarða

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Landspítalinn við Hringbraut
Landspítalinn við Hringbraut vísir/vilhelm
Í úttekt Samtaka um betri spítala á betri stað kemur fram að fjárhagslegur samanburður á kostum þess að stækka Landspítalann við Hringbraut, stækka spítalann í Fossvogi, eða byggja nýjan spítala frá grunni á besta mögulega stað á höfuðborgarsvæðinu að hagkvæmast er að byggja nýjan spítala frá grunni. KPMG fór yfir og sannreyndi útreikningana.

Samanburður samtakanna sýnir að heildarhagkvæmni þess að byggja austar í borginni er á núvirði yfir 100 milljarðar króna umfram stækkun sjúkrahússins við Hringbraut. Segja þau að ljóst sé að efna þurfi til nýs faglegs staðarvals fyrir spítala framtíðarinnar með aðkomu óháðra fagaðila áður en haldið verður áfram áformum um byggingaframkvæmdir við Hringbraut.

Í úttektinni kemur í ljós að tæpum tveimur milljörðum ódýrara er að byggja nýjan spítala í Fossvogi og 4,6 milljörðum ódýrara er að byggja nýjan spítala frá grunni við Elliðavog, þegar söluverðmæti eigna við Hringbraut, Fossvog og víðar hefur verið dregið frá.

Útreikningar samtakanna sýna að fjárfesting í umferðarmannvirkjum yrði 15 milljörðum lægri við Elliðavog og árlegur rekstrarkostnaður 1 milljarði lægri við Elliðavog heldur en Hringbraut.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×