Íslenski boltinn

Segja marga af leikmönnum 2. deildar þéna yfir 300.000 krónur á ári

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Huginn féll í 2. deild og má ekki semja við leikmenn sína nema tillagan verði samþykkt.
Huginn féll í 2. deild og má ekki semja við leikmenn sína nema tillagan verði samþykkt. vísir/hanna
Ein af tíu ályktunartillögum sem liggja fyrir á ársþingi KSÍ á morgun er varðar móta- og samningamál er tillaga Vestra sem vill að lið í 2. deild karla geti gert leikmannasamninga.

Vestri vill breytingu á grein 14.5 í reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga en í henni segir að „aðeins félögum í Pepsi-deild karla, 1. deild karla og í Pepsi-deild kvenna er heimilt að gera leikmannssamning.“

Vestramenn vilja að 2. deild karla verði bætt við reglugerðina þannig lið í þriðju efstu deild Íslandsmótsins í karlaflokki geti „samið löglega“ við sína leikmenn eins og það er orðað í greinargerðinni. Fullyrt er að margir leikmenn í 2. deild karla þéna yfir 300.000 krónur á ár.

Nokkuð er um það að liðin í 2. deild sæki sér erlenda leikmenn sem margir hverjir eru atvinnumenn en í greinargerð Vestra segir að 28 erlendir leikmenn spluðu í 2. deildinni á síðasta ári. Sjö þeirra voru í Vestra.

„Samningar sem gerðir eru við viðkomandi leikmenn sem hljóða upp á hærri greiðslur en kr. 300.000,- á ári eru því ólöglegir samkvæmt reglum KSÍ. Við óskum þess vegna eftir því að breytingar verði gerðar á reglu 14.5 þannig að lið í 2. deild karla í knattspyrnu geti samið löglega við leikmenn sína og skilað inn samningi sem er viðurkenndur af sambandinu,“ segir í greinargerð Vestra.

Vestfirska liðið stendur eitt að tillögunni sem má lesa í heild sinni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×