Erlent

Segja lögregluna hafa brugðist sér og stúlkunum

Samúel Karl Ólason skrifar
Amira Abase, Kadiza Sultana og Shamina Begum flugu til Tyrklands og ætla til Sýrlands.
Amira Abase, Kadiza Sultana og Shamina Begum flugu til Tyrklands og ætla til Sýrlands. Vísir/EPA/AFP
Fjölskyldur stúlknanna þriggja sem flúðu frá Bretlandi til Sýrlands á dögunum til að ganga til liðs við Íslamska ríkið, segja lögregluna hafa brugðist sér og stúlkunum. Þau segja lögregluna ekki hafa veitt sér upplýsingar sem hefði verið hægt að nota til að stöðva stúlkurnar.

Þar að auki saka þau lögregluna um að hylma yfir mistök sín eftir að stúlkurnar komust til Sýrlands.

Tvær stúlknanna voru fimmtán ára gamlar og ein þeirra sautján. Fjölskyldur þeirra sögðu Guardian að þau hefði ekki grunað að stúlkurnar hefðu orðið fyrir áhrifum frá Íslamska ríkinu, en segja lögregluna hafa búið yfir þeim upplýsingum.

Lögreglan skrifaði bréf til foreldra stúlknanna eftir að vinkona þeirra fór til Sýrlands. Í stað þess að senda foreldrunum bréfin, lét lögreglan stúlkurnar sjálfar fá þau. Þær földu bréfin, en foreldrar þeirra sáu þau ekki fyrr en stúlkurnar voru farnar til Sýrlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×