Erlent

Segja loftárásina í Kunduz ekki vera stríðsglæp

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/EPA
Hermálayfirvöld í Bandaríkjunum tilkynntu í dag niðurstöður rannsóknar á loftárás á sjúkrahús í Kunduz í Afganistan í október. 42 létu lífið í árásinni. Árásin er sögð hafa verið gerð vegna mannlegra mistaka sem og tæknilegra galla. Hermenn töldu að sjúkrahúsið, sem rekið var af læknum án landamæra, væri bygging sem vígamenn Talibana héldu til í.

16 hermönnum verður refsað vegna atviksins en enginn verður þó lögsóttur. Yfirvöld Bandaríkjanna segja að ekki geti verið um stríðsglæp að ræða þar sem um óviljaverk var að ræða.

Samkvæmt BBC fela refsingarnar í sér að einhverjir munu missa stöðu sína og bundinn verður endir á ferill einhverra þeirra.

Læknar án landamæra eiga eftir að tjá sig um niðurstöðu Bandaríkjanna en eftirlifendur árásarinnar segjast miður sín að enginn verð lögsóttur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×