Innlent

Segja launabil ekki minnkandi

Hanna Ólafsdóttir skrifar
Launakönnun SFR sýnir að mikill munur er á launakjörum félaganna.
Launakönnun SFR sýnir að mikill munur er á launakjörum félaganna. FRÉTTABLAÐIÐ/RÚNAR
Niðurstaða launakönnunar SFR um samanburð á launaþróun á milli stéttarfélaga sem tilheyra opinberum vinnumarkaði, SFR og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og VR sem tilheyrir þeim almenna sýnir að launabil á milli markaða hefur ekki minnkað og engar vísbendingar eru um að svo verði. Í tilkynningu frá SFR kemur fram að enn er mikill munur á grunnlaunum félaganna, þar sem meðalgrunnlaun SFR-félaga er rúmar 336 þúsund en meðalgrunnlaun VR eru rúmlega 507 þúsund.

Munurinn á heildarlaunum er hins vegar 100 þúsund krónum minni, eða 471 þúsund hjá SFR en 575 þúsund hjá VR. Í tilkynningunni segir: „Það er ekkert launungarmál að grunnlaunum opinberra starfsmanna er haldið niðri og þeim bætt lágu launin að hluta til með aukagreiðslum, svo sem óunninni yfirvinnu […] Þrátt fyrir þetta stendur eftir að launamunur á milli opinberra starfsmanna og starfsmanna á almennum markaði er 17%.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×