Innlent

Segja kröfu Zúista þá sömu og Siðmenntar

Sæunn Gísladóttir skrifar
Siðmennt hvetur þingmenn til þess að breyta lögum þannig að hið opinbera hætti  að skrá og halda utan um skráningu fólks í trú- og lífsskoðunarfélög
Siðmennt hvetur þingmenn til þess að breyta lögum þannig að hið opinbera hætti að skrá og halda utan um skráningu fólks í trú- og lífsskoðunarfélög Vísir/Vilhelm
Siðmennt segir eina helstu kröfu Zúista þá sömu og Siðmennt hefur haldið á lofti:  Að ríkið hætti afskiptum af skráningu fólks í trú- og lífsskoðunarfélög og hætti að greiða “sóknargjöldin”.  Siðmennt hvetur því þingmenn til þess að breyta lögum þannig að hið opinbera hætti  að skrá og halda utan um skráningu fólks í trú- og lífsskoðunarfélög. Að auki hvetur Siðmennt til þess að greiðslu„sóknargjalda” verði hætt, segir í tilkynningu.

Í árlegu bréfi til þingmanna, sem er dagsett 21. september 2015 gerir Siðmennt grein fyrir áherslum félagsins í trúfrelsismálum. Þar segir í 3. tölulið: “Ríkið hætti skráningu trúar- og lífsskoðana með því að skrá fólk hjá Þjóðskrá. Það er andstætt persónuvernd um upplýsingagjöf einstaklinga að þurfa að gefa upp lífsskoðanir sínar.“

Einnig segir í 5. tölulið: “Þeir sem skráðir eru utan trúar- og lífsskoðunarfélaga greiði ekki trúfélagaskatt (sóknargjald). Í 2. mgr. 64 stjórnarskrárinnar segir að þeir sem ekki eru skráðir í trúfélag skulu greiða sama skatt og aðrir (svokallað sóknargjald) en hann renni í ríkissjóð. Siðmennt telur að afnema eigi þessa kvöð svo þeir sem eru utan allra félaga greiði ekki skatt eingöngu fyrir það vera ekki í félagi – það er mismunun.”

Hvetur því stjórn Siðmenntar Alþingismenn að vinna að breytingum á kerfinu. Það séu sjálfsögð réttindi að fólk sem er skráð utan trúfélaga greiði ekki trúfélagsskatt.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×