Erlent

Segja kenningar um aðkomu Rússa fráleitar

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Rússar segja allar kenningar um að þeir hafi komið að leka tölvupósta forsvarsmanna Demókrataflokksins vera fráleitar. Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda, segir tilganginn vera að nota ótta gegn Rússum vegna kosninga.

Öryggissérfræðingar og embættismenn í Bandaríkjunum hafa sagt að vísbendingar séu um að Rússar hafi skipulagt lekannWikileaks birtu póstana um helgina og leiddu þeir til afsagnar formanns Demókrata. Í póstunum kom meðal annars fram að forsvarsmenn flokksins reyndu að bregða fæti fyrir Bernie Sanders í forvali flokksins.

„Yfir heildina litið sjáum við enn klikkaðar tilraunir til þess að nota Rússland í kosningum í Bandaríkjunum,“ sagði Peskov við blaðamenn í dag.

Hann sagði þetta vera hefðbundið, en það væri ekki gott fyrir samband Bandaríkjanna og Rússlands.


Tengdar fréttir

Púað á Sanders

Tölvupóstslekar frá Demókrataflokknum og Hillary Clinton hafa sett ýmiss konar strik í reikninginn á landsþingi flokksins, þar sem Clinton verður formlega útnefnd forsetaefni hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×