Innlent

Segja heimsóknir skólabarna í kirkjur vera tímaskekkju

Samúel Karl Ólason skrifar
„Enn fremur ítreka Ung vinstri græn þá kröfu hreyfingarinnar að ríki og kirkja verði aðskilin.“
„Enn fremur ítreka Ung vinstri græn þá kröfu hreyfingarinnar að ríki og kirkja verði aðskilin.“ Vísir/Vilhelm
Landstjórn Ungra vinstri grænna segir heimsóknir leik- og grunnskólabarna í kirkjur vera tímaskekkju. Slíkar heimsóknir séu í eðli sínu trúarinnræting og þær hampi einu trúfélagi og sjónarmiðum þess umfram önnur trú- og lífsskoðunarfélög.

„Telja Ung vinstri græn að fyrirkomulagið ýti undir félagslegan aðskilnað og ójöfnuð milli barna í Þjóðkirkjunni annars vegar og barna í öðrum trúfélögum eða utan þeirra hins vegar,“ segir í ályktun sem samþykkt var af landstjórn Ungra vinstri grænna í dag.

Þau vilja einnig að fræðsla um trúarbrögð fari fram á sem hlutlausustum grundvelli þar sem jafnræðis sé gætt í umfjöllun um ólík trúarbrögð. Slíkri kennslu eigi að vera sinnt af kennurum.

„Enn fremur ítreka Ung vinstri græn þá kröfu hreyfingarinnar að ríki og kirkja verði aðskilin.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×