Innlent

Segja fjárlögin vera svik

Þorgeir Helgason skrifar
Vestfirðingar eru sumir ósáttir við hve lítið fer í gerðDýrafjarðarganga.fjárlagafrumvarpinu.
Vestfirðingar eru sumir ósáttir við hve lítið fer í gerðDýrafjarðarganga.fjárlagafrumvarpinu. Vísir/Róbert
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar krefst þess að staðið verði við gefin fyrirheit um Dýrafjarðargöng og að framlag til þeirra verði tryggt á fjárlögum ársins 2017. Þetta kemur fram í bókun sem samþykkt var í fyrradag á bæjarráðsfundi.

Í meðferð samgönguáætlunarinnar á þingi myndaðist þverpólitísk sátt allra flokka á Alþingi um að ráðast í gerð Dýrafjarðarganga. Gert var ráð fyrir 1,5 milljörðum króna í samgönguáætluninni til verkefnisins á næsta ári en í nýframlögðu fjárlagafrumvarpi er aðeins gert ráð fyrir 300 milljónum króna.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar áréttar í bókun sinni að samkvæmt yfirlýsingu innanríkisráðuneytisins eigi framkvæmdir að hefjast um mitt ár 2017 og það yrðu gríðarleg svik ef það gengi ekki eftir. „Slík vinnubrögð séu ekki til þess fallin að auka traust til stjórnsýslunnar.“

Samtök atvinnurekenda á sunnanverðum Vestfjörðum, SASV, hafa einnig krafist þess að Alþingi geri breytingar á fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi. Halda verði verkefninu áfram en í janúar er áætlað að opna fyrir tilboð í gerð ganganna.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×