Innlent

Segja enga ákvörðun um stefnubreytingu verið tekna

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Pjetur
Engu af þeim 500 milljónum króna sem veittar voru lögreglunni til að auka sýnileika hennar á þessu ári var veitt til vopnakaupa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá innanríkisráðuneytinu. Þar segir að 78 milljónir hafi farið til þjálfunar og búnaðarkaupa fyrir lögregluna.

Keyptur var hlífðarbúnaður, vesti, hjálmar og fleira slíkt.

Þá segir að engin ákvörðun um stefnubreytingu varðandi vopnaburð lögreglu hafi verið tekin af ráðherra. Ákvörðun um notkun og staðsetningu búnaðar séu teknar af lögreglustjórum í samráði við ríkislögreglustjóra.

Tilkynninguna má lesa í heild hér að neðan:

Vegna umræðna um skotvopnaeign lögreglunnar

Vegna umfjöllunar um skotvopnaeign lögreglunnar vill innanríkisráðuneytið taka eftirfarandi fram:

Engu af því fé sem veitt var til að efla lögregluna og auka sýnileika hennar á þessu ári var veitt til vopnakaupa. Af 500 milljóna króna fjárveitingu fóru 78 milljónir til þjálfunar og búnaðarkaupa fyrir lögregluna. Sá búnaður sem keyptur var voru hlífðarbúnaður, vesti hjálmar og fleira slíkt.

Engin ávörðun um stefnubreytingu varðandi vopnaburð lögreglu hefur verið tekin af ráðherra. Ákvarðanir um notkun og staðsetningu búnaðar eru teknar af lögreglustjórum í samráði við ríkislögreglustjóra.


Tengdar fréttir

Aukið við vopnabúnað lögreglunnar

Verið er að auka við vopnabúnað íslensku lögreglunnar. Stefnt er að því að allir lögreglubílar landsins verði búnir Glock 17-hálfsjálfvirkri skammbyssu og MP5-hríðskotabyssu.

Stefnubreyting ef vopna á lögregluna

Fyrrveraandi innanríkisráðherra segir það hafa verið rætt í mörg ár hvort vopna ætti almennu lögregluna. Yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir ekki búið að ákveða að hafa vopn í öllum lögreglubílum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×