Erlent

Segja Disney-land vera að hruni komið

Elimar Hauksson skrifar
Disney-land í París á undir högg að sækja og segja gestir staðarins farir sýnar ekki sléttar
Disney-land í París á undir högg að sækja og segja gestir staðarins farir sýnar ekki sléttar
Yfir 5000 manns hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem skorað er á forsvarsmenn Disney-lands í París að bæta úr ástandi skemmtigarðsins þar sem hann sé mikið skemmdur og sé bókstaflega að hrynja í sundur. 

Á vef Daily Mail segir að ástæður undirskriftasöfnunarinnar séu þær að oft sé hætt við sýningar, tækin séu léleg og að maturinn sé upphitaður.

Skemmtigarðurinn opnaði árið 1992 en í undirskriftalistanum segir að staðurinn hafi grotnað niður síðustu tuttugu ár og að hann standist ekki þær kröfur sem Disney aðdáendur geri til staðarins.

Það er Belginn Guillaume Gallant sem stendur fyrir undirskriftasöfnuninni. Hann segir ástæður þess að hann hafi farið af stað með listann vera þær að síðasta ferð hans í garðinn hafi verið stór vonbrigði. Tæki staðarins hafi bilað mikið, hætt hafi verið við fjórar sýningar og á dýrum veitingastað hafi maturinn verið upphitaður.  

Þetta mál er ekki það eina sem hefur komið sér illa fyrir Disney-land í París því fyrr á þessu ári var fyrirtækið sem rekur staðinn sektað um 150 þúsund evrur fyrir að njósna um fólk sem sóttu um vinnu í Disney-landi




Fleiri fréttir

Sjá meira


×