Erlent

Segja árásarmennina hafa verið á sínum vegum

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá Saint Etienne du Rouvray.
Frá Saint Etienne du Rouvray. Vísir/AFP
Fréttaveita Íslamska ríkisins segir „hermenn“ sína hafa ráðist á kirkju í Frakklandi. Tveir menn réðust í morgun inn í kirkju í bænum Saint Etienne du Rouvray og tóku sex manns í gíslingu. Einum tókst þó að flýja og láta lögreglu vita af árásinni.

Mennirnir tveir eru sagðir hafa skorið prestinn á háls og sært annan gísl alvarlega. Þá hlupu þeir út úr kirkjunni og voru skotnir af lögreglu. Gíslatakan hafði þá staðið yfir í þrjá tíma.

Francois Hollande, forseti Frakklands, hefur fordæmt árásina og segir hana vera hryðjuverk. Amaq, fréttaveita Íslamska ríkisins, segir mennina hafa gert árásina vegna ákalls ISIS eftir árásum gegn „krossförunum“ sem berjast gegn ISIS.

Einn árásarmannanna var þekktur af lögreglu en hann hafði verið handtekinn þegar hann reyndi að ferðast til Sýrlands til að ganga til liðs við ISIS. Honum var nýverið sleppt úr fangelsi og bar hann rafrænan eftirlitsbúnað.


Tengdar fréttir

Fjórða árásin í Þýskalandi á tæpri viku

Í þessum mánuði hefur óvenju mikið verið um skotárásir og fjöldamorð í Evrópu og Bandaríkjunum. Sumir árásarmannanna hafa litið á sig sem einhvers konar erindreka hryðjuverkasamtaka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×