Viðskipti innlent

Segja almenning borga fjórum milljörðum of mikið fyrir bensín

Jón Hákon Halldórsson skrifar
N1 hafnar staðhæfingum sem koma fram í skýrslu Samkeppniseftirlitsins.
N1 hafnar staðhæfingum sem koma fram í skýrslu Samkeppniseftirlitsins. Vísir/Getty
Samkeppniseftirlitið segir að álagning á bifreiðaeldsneyti til einstaklinga hér á landi sé óþarflega há og séu neytendur að greiða 3,2-3,6 milljörðum króna (án vsk) meira árlega fyrir bifreiðaeldsneyti en þeir þyrftu að gera ef samkeppnishömlur væru ekki til staðar. Þetta kemur fram í frummatsskýrslu Samkeppniseftirlitsins um eldsneytismarkaðinn. Með virðisaukaskatti nemur álagningin 4,0-4,5 milljörðum króna of mikið. 

Í greinargerð sem N1 sendi Kauphöllinni nú er morgunsárið er fullyrðingunum hafnað. Útreikningar í skýrslunni á smásöluverði eldsneytis á Íslandi byggja í meginatriðum á samanburði við Bretland, sem sé augljóslega mun stærri og þéttbýlli markaður.

N1 segir að ef eldsneytisverð á Íslandi (án opinberra gjalda) væri 14-16 krónum lægra, líkt og Samkeppniseftirlitið, væri það lægra eða svipað meðalverði bensíns í OECD löndum, til dæmis lægra en í Danmörku og á sama reki og í Svíþjóð. „Það er því miður ekki raunhæft enda ljóst að landfræðileg staða Íslands, smæð markaðarins, hár hlutfallslegur flutnings- og dreifingarkostnaður og hár fjármagnskostnaður hefur óhjákvæmilega í för með sér að verð á eldsneyti sé nokkuð hærra hér á landi en í flestum OECD löndum,“ segir í skýrslunni.  

N1 segir að mikilvæg vísbending um að álagning eldsneytis hér á landi sé ekki of há sé sú staðreynd að arðsemi af rekstri íslenskra olíufélaga á síðustu árum sé minni en almennt þykir eðlilegt að gera kröfur um.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×