Enski boltinn

Segja Alisson búinn að samþykkja fimm ára samning hjá Liverpool

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Alisson varði mark Brasilíu á HM í Rússlandi
Alisson varði mark Brasilíu á HM í Rússlandi vísir/getty
Liverpool er búið að ganga frá samningum við brasilíska markvörðinn Alisson. Hann mun fljúga til Bretlands í kvöld og gangast undir læknisskoðun hjá liðinu á laugardag. Breska blaðið Guardian greinir frá þessu.

Vísir greindi frá því fyrr í dag að Roma hefði samþykkt 66 milljóna punda tilboð Liverpool í Brasilíumanninn.

Samkvæmt Mirror á Alisson hafa samþykkt að skrifa undir fimm ára samning við Liverpool.

Alisson verður dýrasti markvörður sögunnar gangi félagsskiptin í gegn. Í dag er Gianluigi Buffon enn dýrasti markvörðurinn eftir að Juventus keypti hann frá Parma fyrir 33 milljónir punda árið 2001.

Brasilíski markvörðurinn verður 26 ára gamall í byrjun október en hann hefur varið mark Roma undanfarin tvö ár en hann hóf ferilinn með Internacional í heimalandinu. Hann er fastamaður í brasilíska landsliðinu og var með því á HM í Rússlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×