Erlent

Segja að Trump ætli að standa við öll loforðin

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Steve Bannon og Reince Priebus komu saman á ráðstefnu Repúblikanaflokksins í fyrrakvöld þar sem þeir ræddu samstarfið.
Steve Bannon og Reince Priebus komu saman á ráðstefnu Repúblikanaflokksins í fyrrakvöld þar sem þeir ræddu samstarfið. vísir/epa
Tveir nánustu samstarfsmenn Donalds Trump, þeir Steve Bannon og Reince Priebus, segjast hafa óbilandi trú á leiðtoga sínum og leggja ómælda vinnu í að hrinda stefnu hans í framkvæmd.

Þeir hafa hingað til verið taldir andstæðir pólar í liði Trumps. Priebus er kerfismaður úr innsta hring Repúblikanaflokksins en Bannon hefur verið utangarðsmaður í flokknum, kemur úr fjölmiðlum og er harður áróðursmeistari.

Á stjórnmálaráðstefnu Repúblikanaflokksins, sem hófst í vikunni, segjast þeir hins vegar starfa mjög náið saman og vart geta án hvor annars verið.

Hann segist samt reikna með því að glíma Trumps og stjórnar hans við fjölmiðlana muni harðna: „Og það er vegna þess að þetta eru fjölmiðlar fyrirtækja og alþjóðavæðingar, sem eru harðlega andsnúnir efnahagslegri þjóðernisstefnu eins og þeirri sem Trump aðhyllist,“ sagði hann.

Bannon segir að strax á fyrsta mánuðinum hafi komið í ljós að stefna Trumps og stjórnar hans hverfist um þrjú lykilatriði. Eitt er fullveldi og öryggi þjóðarinnar, annað er efnahagsleg þjóðernisstefna og hið þriðja er að afbyggja stjórnkerfið, sundurlima það og saxa niður. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×